Untitled page

 

SKYNJUN OG SKILNINGUR, EINS OG JÚNÍ OG JÚLÍ

 

Það sem mig langar til að gera með verkum mínum er að seilast inní hugmynd, inní staðreynd sem er óhöndlanleg. Að teygja höndina þangað sem hún kemst ekki. Hönd mín reynir að fanga eigin skugga, reynir að ná utan um eigin tilvist eins og hún varpast, myndina af sjálfri sér. Reynir að lýsa ferðalaginu sem á sér stað á leið sinni inní hugmyndaheim. Hugmyndir sem álitnar eru einhvers konar staðreynd, lýst með aðferðum annars heims. Hún þekkir skuggann og hljóminn. Hún á í innilegu sambandi við þá, finnur samkennd, heillast og vill heilla. Tengjast. Kannski er höndin að leita að systur sinni. Kannski er hún ekki ein. 

Ég ólst upp með nöfnu minni sem lést ári áður en ég fæddist. Á myndum var hún á svipuðum aldri og ég og eldri, unglingur og gjafvaxta. Hún var vitur og góð og umburðarlynd og skemmtileg. Amma mín sagði mér sögur af henni, tvíburasystur móður minnar. Mér þótti yndislega vænt um nöfnu mína og leit upp til hennar, fann fyrir öryggiskennd að vita af henni, að hún hafi verið til og að hún væri enn til í hugum okkar og í sögum af samfélagi okkar. Hún var mótandi afl í fjölskyldunni, í afstöðu okkar, viðhorfum og væntingum.

Eins var með Jesú, ég hafði ekki ósvipaðar tilfinningar til hans, systurlegar. Leit upp til hans eins og eldri bróður en fann líka til sárrar umhyggju, vegna þeirrar ósanngirni sem hann varð fyrir. Og þeirrar ósanngirni sem foreldrar hans urðu fyrir vegna þjóðfélagsstöðu sinnar. Nafna mín var sjúklingur en Jesús var hreinlega myrtur. Ég vildi leiðrétta þetta. Ég talaði til Jesúsar og foreldra hans, Maríu og Josefs. Ég hvatti þau til þess að koma á heimili mitt og leita skjóls frá óréttlætinu.

Hugmyndaleg bygging er í eðli sínu gömul og seig. Hún er jafnvel eldri en menn muna. Hún er í raun lífvera sem hefur þróast og lifað af. Svo flókin er hún og margslungin að ekki dugir að hluta hana niður til þess að ganga af henni dauðri, hver afhöggvin útlimur býr að sama grunni, ber í sér þróunina. Þannegin, líkt og skuggi handar minnar og hljómur hennar eru systkini, er hugmyndaleg bygging, systir líkamans, moldarinnar og sólarljóssins. 

Vatn og loft leika þar um. Hugmyndum er lýst sem loftkenndum en sannað er að loft er efni og í þéttara formi er það vatn. Þögn er ekki til nema í fullkomnum árekstri hljóðbylgja sem spegla hver aðra. Að undantekningin sanni regluna eða að í hverju verki skuli vera feill, býr hreyfing þess sem smýgur hjá og aftrar þögninni.   

Í síðustu kvöldmáltíðinni talar jesús um virðingu fyrir og samkennd með mannfólki , dýrum og náttúru. Hann kveður lærisveinana með þeirri gjörð að lauga fætur þeirra og þerra með kirtli sínum og þeim orðum; að þeir skuli muna í hvert sinn sem þeir drekki vín eða borði brauð, njóti gjafa jarðarinnar, séu þeir að neyta líkama hans. Hann er lambið, hann er guðsson. Hann er ekki yfir þá hafinn, þeir eru ekki hafnir yfir lambið eða vínið eða aðra menn. 

Þvert á þetta stendur tvíhyggjan um aðskilnað efnis og anda, sálar og líkama, konu og manns. Í henni kristallast vantraust mannsins sem skilar sæði sínu en hefur enga haldfestu, hefur engin höld á sköpun sinni, verður að hrifsa hana til sín með afli. Verður að beygja undir sig og byggja eitthvað sem er haldgott og þolir veður og tíma. Hann er haldinn sköpunaröfund, uterus öfund. Hann þarf ekki að drepa föðurinn heldur móðurina, guð sinn og skapara, til þess að ná takmarki sínu. 

Konan veit að allt endurtekur sig en verður þó aldrei eins, hún er í eðli sínu skapari. Hin eilífa hringrás er manifesteruð í tíðahring hennar. Konan veit af smugunni, af hreyfingunni, slinknum sem orsakar „another round“, hinni eiginlegu sköpun. Hin endanlega og þögla bygging veit ekki af henni en hún á séns vegna forgengileika efnisins. 

Að sama skapi eru einfaldanir ofbeldisfullar, skýr og umfangsmikil regluverk stöðnuð en þau eiga séns vegna hinnar lífrænu staðreyndar.  

 

 

WAHRNEHMUNG UND VERSTANDNIS, WIE JUNI UND JULI

 

Was ich mit meinen Kunstwerken machen möchte, ist mich nach einer Idee zu strecken, nach einer Tatsache, die nicht zu greifen ist. Die Hand dorthin zu strecken, wo sie nicht hinkommt. Meine Hand versucht den eigenen Schatten zu greifen, versucht die eigene Existenz, und wie sie sich projiziert, zu begreifen, das Bild von sich selbst. Sie versucht die Reise in eine Vorstellungswelt zu beschreiben, wo die Vorstellungen als eine Art Tatsache gelten, beschrieben mit Methoden einer anderen Welt. Die Hand kennt den Schatten und den Klang. Sie hat mit ihnen eine innerliche Beziehung, fühlt Sympathie, wird begeistert und möchte begeistern. Sie möchte sich verbinden. Vielleicht sucht die Hand ihre Schwester. Vielleicht ist sie nicht allein.

Ich bin mit meiner Namensschwester aufgewachsen, die im Jahr vor meiner Geburt starb. Auf Fotos war sie in ähnlichem Alter wie ich, und älter, als Jugendliche und heiratsfähig. Sie war klug und gut und tolerant und lustig. Meine Oma erzählte mir Geschichten von ihr, der Zwillingsschwester meiner Mutter. Ich mochte meine Namensschwester sehr und schätzte sie hoch. Ich hatte ein sicheres Gefühl, wenn ich an sie dachte und wusste, dass sie gelebt hatte und immer noch ein Teil unserer Gedanken und Geschichten war. Sie war eine prägende Kraft in der Familie, für unsere Ansichten, Meinungen und Erwartungen.

Es war ähnlich mit Jesu. Ich hegte vergleichbare Gefühle zu ihm, schwesterliche Gefühle. Schätzte ihn wie einen älteren Bruder, aber fühlte auch eine tiefe Fürsorge wegen des Unrechts, das ihm geschah. Und des Unrechts, worunter seine Eltern wegen ihrer sozialen Stellung litten. Meine Namensschwester war krank, aber Jesus wurde ermordet. Das wollte ich korrigieren. Ich sprach Jesu und seine Eltern, Maria und Josef, an. Ich regte sie an, in mein Haus zu kommen und Schutz vor dem Unrecht zu suchen. 

In ihrem Wesen ist die Struktur der Vorstellung alt und zäh. Sie ist vielleicht sogar älter, als der Mensch sich erinnert. Sie ist in der Tat ein Wesen, das sich entwickelt und überlebt hat. Sie ist derart kompliziert und verwickelt, dass es nicht ausreicht, sie zu zerstückeln um sie zu töten. Jedes abgeschlagene Glied hat denselben Ursprung, trägt die Entwicklung in sich. So wie der Schatten meiner Hand und ihr Klang Geschwister sind, ist auch die Struktur der Vorstellung die Schwester des Körpers, der Erde und des Sonnenlichts. 

Wasser und Luft schweben dort herum. Vorstellungen werden als luftig beschrieben, es ist aber bewiesen, dass Luft Material ist, und in einer dichteren Form ist sie Wasser. Die Stille existiert nur in einem vollkommenen Zusammenprall von Schallwellen, die sich spiegeln. Dass die Ausnahme die Regel beweist oder dass in jeder Arbeit ein Fehler sein soll, darin wohnt die Bewegung dessen, der vorbei kommt und die Stille verhindert.

Während des letzten Abendmahls spricht Jesus über Respekt und Mitgefühl mit den Menschen, den Tieren und der Natur. Er verabschiedet sich von seinen Jüngern, indem er ihre Füße wäscht, sie mit seinem Kittel trocknet und zu ihnen sagt, dass sie jedes Mal, wenn sie Wein trinken oder Brot essen, die Geschenke der Erde genießen, sich daran erinnern sollten, dass sie von seinem Körper zehren. Er ist das Lamm, er ist der Sohn Gottes. Er ist nicht über sie erhaben, sie sind nicht über das Lamm oder den Wein oder andere Menschen erhaben.

Im Widerspruch dazu steht der Dualismus, der die Trennung von Material und Seele, Körper und Geist, Mann und Frau besagt. In ihm kristallisiert sich das Misstrauen des Mannes, der seinen Samen zurückgibt, aber keinen Halt an seiner Schöpfung hat, die er mit Macht an sich reißen muss. Er muss sie unter sich drücken und etwas aufbauen, das auf Dauer ist und die Zeit aushält. Er wird von Neid an die Schöpfung beherrscht, Neid an den Uterus. Er braucht nicht den Vater, sondern die Mutter zu töten, seinen Gott und Schöpfer, um sein Ziel zu erreichen.

Die Frau weißt, dass alles sich wiederholt, und doch bleibt es nie gleich. Sie ist in ihrem Wesen ein Schöpfer. Die ewige Zirkulation ist in ihrer Menstruation manifestiert. Die Frau kennt das Versteck, die Bewegung, den Ruck, der das „another round“, die eigentliche Schöpfung, verursacht. Die endgültige und stille Struktur kennt das nicht, doch hat sie eine Chance aufgrund der Vergänglichkeit des Materials.

Dementsprechend sind Vereinfachungen aggressiv, anschauliche und umfangreiche Regelwerke stagniert, doch sie haben eine Chance aufgrund der biologischen Tatsache.